fimmtudagur, maí 25, 2006

Bookmark and Share

hvenær kemur sumarið?


hlýtur maður að spyrja sig þegar það er frost og ofankoma í lok maí. Það er ekki í lagi með þetta veður!
Ég fór í vorferð í gær með starsfólki Borgó og var það mjög vel heppnuð og skemmtileg ferð. Víð fórum á vesturlandið, borðuðum dagverð að Flesjustöðum, svo heilsuðum við upp á Guðrúnu Ósvífursdóttur og gengum upp Helgafellið (sem er nú reyndar lítið og lágt). Eftir þá göngu var förinni heitið í Hólminn þar sem við röltum aðeins um áður en við fórum um borð í Særúnu sem sigldi með okkur um Breiðafjörðinn innan um eyjarnar. Þar skoðuðum við fuglalífið og sáum meðal annars arnarpar sem hefur verpt í einni eynni í nokkur ár. Þetta var mjög skemmtileg sigling....enda skemmtisigling, þó það hafi verið mjög kalt og snjóaði töluvert á tímabili. Það lygndi um síðir og veðrið var mjög fallegt. Við snæddum málsverð um borð í Særúnu og var það bara aldeilis vel útilátið. Ég borðaði í fyrsta skipti skelfisk beint úr sjónum. Það kom mér satt að segja mjög á óvart hversu bragðgóður hann var þrátt fyrir slepjulegheitin. Ég held bara svei mér þá að ég myndi alveg gera þetta aftur. Ég get bara alveg mælt með svona bátsferð.

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim