laugardagur, júlí 08, 2006

Bookmark and Share

í dag


fór ég með eiginmanni mínum (Unnur Björk, hvenær ætlar þú að fá þér svoleiðis?) í langa skemmtigöngu. Við gengum í u.þ.b. fjórar klukkustundir og höfðum litlar hvítar kúlur til að eltast við og hafa ofan af fyrir okkur. Þessi ganga fór fram á Þorláksvelli, í landi Golfklúbbs Þorlákshafnar. Ég verð nú að segja að þessi hringur var nú töluvert frá því að vera með þeim betri sem ég hef spilað, en völlurinn er rosalega skemmtilegur. Oft á tíðum gengur manni brösuglega að koma þessari kúlu í holuna og örlar þá gjarnan á pirringi. Ég eyði yfirleitt ekki löngum tíma í svona pirringsköst, kannski fram að næsta skoti. Í dag, aftur á móti varð ég rúmlega pirruð á tímabili. Man varla eftir öðrum eins golfpirringi, fussaði og sveiaði, ja, ætli það hafi ekki bara tekið mig 2-3 brautir að jafna mig. Ég varð, eins og pabbi segir, svo reið inní mér...þoli ekki svona meðalmennsku, vil bara getað spilað almennilega, hætta að hjakka alltaf í sama farinu. Oh, mig langaði að grenja, ég var svo pirruð. Kalli greyið reyndi að hughreysta mig, þessi elska. Pirringurinn var á bak og burt þegar ég fékk fugl á níundu holu (fyrir þá sem ekki vita, þá er fugl eitt högg undir pari...fyrir þá sem ekki vita hvað par er þá nenni ég ekki að útskýra það). Nú höfum við nýlokið við að gæða okkur á góðum grillmat og að sjálfsögðu er HM í imbanum!!!

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim