laugardagur, júlí 01, 2006

Bookmark and Share

menningarlega sinnuð


já það erum við.
Við hjónin (hehe...mér finnst svo gaman að segja/skrifa þetta) tökum heldur betur þá í menningunni hér í borg. Við erum búin að fara á nokkrar leiksýningar í vetur, vor og sumar. Fórum á leikritin Wozzeck og átta konur í vetur, viltu finna milljón í vor og svo í kvöld fórum við á söngleikinn Footloose. Mér fannst hann bara mjög skemmtilegur, maður fékk nú smá kjánahroll af að heyra þessi gömlu góðu 'eitís' lög. Fyrir leikhúsið snæddum við kvöldverð á Argentínu steikhúsi þar sem við fengum okkur dýrindis humarsúpu, dýrindis nautasteik, dýrindis lambafillet og að sjálfsögðu dýrindis súkkulaðiköku með vanilluís í eftirrétt. Semsagt var þetta dýrindis máltíð. Við stóðum gjörsamlega á blístri eftir. Ég verð nú ekki oft það södd að það sé erfitt að anda...en það var ég í kvöld. Maðurinn minn var svo góður að fórna HM leik Brassanna og Frakkanna til að fara út með mér í kvöld! Á ég ekki góðan mann?!?

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim