fimmtudagur, ágúst 24, 2006

Bookmark and Share

allt á fullt...


nú er skólaárið hafið og allt komið á fullt. Mér tókst að skipuleggja mig svo vel í dag að ég tók enga vinnu með mér heim, meira að segja gerði ég plan fyrir næstu viku líka. Rosalega stolt af því. Fyrir utan það að vera byrjuð að vinna fyrir alvöru aftur þá er nú ósköp lítið að frétta héðan úr bláa húsinu. Við ætlum okkur þó að fara austur um helgina þar sem mínir elskulegu foreldrar munu láta okkur vinna fyrir matnum, sem er bara hið besta mál. Ég er ofur ánægð með töfluna mína þessa önnina, kennslan hjá mér byrjar ekki fyrr en 11:20 á mánudögum og ég er bara til 14:40 á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum, auk þess sem ég hef 3 góðar eyður í töflunni í hverri viku sem gerir mér kleift að undirbúa mig þannig að ég þarf kannski síður að vinna frameftir eða taka vinnuna með mér heim sem ég á veg og vanda til að gera. Mikið rosalega var þetta nú löng setning.

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim