Þakklæti
Ég er afar þakklát fyrir þá dyggu lesendur sem með þrautseigju sinni gáfust ekki upp og héldu áfram að líta við á síðunni minni þrátt fyrir brotthvarf mitt(leti) í þónokkurn tíma. Sérstaklega er ég þakklát fyrir þá sem hafa fyrir því að skrifa nokkur orð við færslurnar.
Nú er vinnan hafin og undirbúningur fyrir komandi önn í algleymingi. Stundatöflur eldri nemenda voru afhentar í dag og á morgun liggja fyrir fundahöld og önnur undirbúningsvinna. Mér fannst tilfinningin bara nokkuð góð að koma upp í Borgó og dunda sér við skrifborðið sitt og skoða hópalistana. Ég er sátt. Það eina sem vantar upp á í líf mitt er hreyfing. Það er nú einfalt að bæta úr því, en mjög erfitt að koma sér af stað. Ég verð að gera eitthvað í þessu því ef fram heldur sem horfir þá verð ég meiri hlussa innan skamms en nokkurn tímann fyrr (ef það hefur ekki þegar gerst).
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim