sunnudagur, október 22, 2006

Bookmark and Share

eitt og annað


við höfum nú ekki setið alveg aðgerðarlaus síðan síðasta færsla var sett á vefinn. Aðallega hefur þó vinnan verið ofarlega á baugi eins og gengur og gerist. Ég passaði Júlíu Rut á föstudagskvöldið og hún svaf eins og engill allt kvöldið. Svo í gær fórum við á risastóra árshátíð Landsbankans. Það hófst með fordrykk í Ásmundarsafni og svo var haldið í Laugardalshöllina þar sem við snæddum mjög góðan mat og drukkum góða drykki með. Þarna voru mættir um 2000 manns í stórum og glæsilegum sal við hlið Laugardalshallarinnar. Við létum okkur hverfa rétt fyrir miðnætti og fórum við með Erni einn Laugavegsrúnt og svo heim í bælið. Mikilvægir knattspyrnuleikir fóru fram í dag og sat minn maður yfir þeim á meðan ég skrapp í Garðabæinn í snilldar hádegisboð til Huldu Birnu þar sem við fengum þessar líka dýrindis kræsingar, enda tókst manni að kýla sig út þar. Ég þakka kærlega fyrir mig. Hjá Huldu voru saman komnar kennaraskvísur úr Borgó og var rætt um heima og geima, aðallega þó börn og fæðingar eins og mæðrum er einum lagið! Ætli maður eyði ekki bara restinni af deginum í rólegheitum enda hefst ný vinnuvika á morgun, ef þið skylduð ekki hafa tekið eftir því að það er sunnudagur í dag.

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim