ég biðst velvirðingar
það er ekki það að ég sé búin að liggja í leti síðan síðast þó að síðasta færsla hefði getað bent til þess...nei, aldeilis ekki. Ég hef verið á fullu að klára að fara yfir verkefni og ljúka námsefninu áður en ég hverf til Ítalíu á mánudaginn.
Mér láðist að tilkynna fæðingu drengs í Reykjanesbæ þann 3. nóvember s.l. Jón Reynir og Bára eiga heiðurinn að þeirri viðbót í fjölskylduna og óska ég þeim að sjálfsögðu innilega til hamingju með litla prinsinn. Ég bíð spennt eftir myndum.
Annars mun ég eyða helginni í lokaundirbúning fyrir Ítalíuferðina og leggja þarf lokahönd á verkefni og próf sem nota á þegar ég sný aftur heim. Það er aldrei að vita nema að ég láti heyra í mér áður en ég yfirgef landsteinana.
Er annars stefnt á LabbRabb um helgina?
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim