sunnudagur, nóvember 12, 2006

Bookmark and Share

égetsosvariða


ég er gjörsamlega að farast úr leti...barasta nenni ekki neinu. Er ekki allt í lagi að eiga einn og einn svoleiðis dag, sem fer bara í leti?

Annars er ég að keyra nemendur mína áfram þessa dagana svo að ég nái að klára yfirferð efnisins á önninni. Þeir eru ekkert voðalega sáttir við alla þessa heimavinnu en sjá fram á rólega viku þegar ég er á Ítalíu, þannig að það getur ekki verið alslæmt. Tíminn hefur liðið svo rosalega hratt að það hálfa væri nóg, en það eru einungis þrjár kennsluvikur eftir af önninni, sem þýðir að það eru bara þrjár vikur eftir af þessum mánuði og þá kemur jólamánuðurinn og allt fjörið sem honum fylgir. Mikið hlakka ég til!

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim