hraustmenni í LabbRabb
nokkur hraustmenni úr LabbRabb létu ekki smá vætu á sig fá og gengu um stíga Öskjuhlíðarinnar í dag. Það er alveg ljóst að stolt ættarinnar var þar á ferð, fegurri hópur hefur sjaldan sést á gangi...ég er viss um að hinir lægra settu ættingjar litu út um gluggann í morgun og hugsuðu með sér "æ, ég nenni ekki út í þessa rigningu". Réttu upp hendi ef þetta á við um þig!
Ég vil að sjálfsögðu taka það fram að ættingjarnir úti á landi eru hluti af stoltinu...enda dugnaðarfólk þar á ferð.
Svo eru Hlynur og Björk að safna ættingjum og vinum til að taka á móti sér og sýna viðbrögð þegar tilkynnt verður hvort þau komist áfram í X-factor á miðvikudaginn...staður og stund verður auglýst síðar.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim