kvöldstund með Magna og Ingó úr Idolinu
Já, ég átti notalega kvöldstund með þeim í gær, auk yfir 300 nemenda. Það var semsagt skemmtikvöld í Borgó í gær þar sem þessir mætamenn komu fram og héldu uppi stemmingunni. Það er nú greinilegt af verðinu að dæma að hann Magni er orðinn 'international superstar'. Þetta var aldeilis skemmtilegt kvöld og mér sýndist á krökkunum að þeir höfðu gaman að líka. Mitt hlutverk var aðallega að skipa krökkunum úr skónum þegar þau komu inn (neinei, ég var mjög kurteis eins og alltaf og bað þau fallega um að taka af sér skófatnaðinn) og smala þeim af skólalóðinni sem fyrir utan stóðu í hópum með reykjarmökkinn úr öndunarfærunum, því það er nefnilega bannað að reykja á skólalóðinni.
Á stefnuskránni er svo ball annað kvöld þar sem 'yours truly' mun standa vörð og vonandi verður stefnan tekin austur um helgina...ohh hvað það er gott að komast í sveitina og hlaða batteríin.
Í dag eru tvö merkisafmæli...hún elskuleg móðir mín á afmæli í dag, sem og Björk hin rauðhærða halakarta....innileg til hamingju með daginn báðar tvær!
Íris kveður að sinni, yfir og út!
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim