þriðjudagur, júlí 03, 2007

Bookmark and Share

gullkorn


Ég sótti Elísabetu og Ísabellu í leikskólann á föstudaginn. Á leiðinni heim sagði Elísabet mér að hún hefði farið heim til eins kennarans sem byggi í Grafarholtinu og fengið þar grillaðar pylsur og Svala. Kennarinn á tvær stelpur, "litla og stóra". Þau léku sér bara að dóti litlu stelpunnar því stóra stelpan vildi ekki láta rusla til í herberginu sínu. Ég spurði hvað litla stelpan væri gömul. "Fjögurra ára", sagði Elísabet. "En hvað er stóra stelpan gömul?". spurði ég. "Æ, ég man það ekki. Sjö eða átta, eða nítján eða tuttugu!"

Skondið hvað börn hafa ekkert skyn á aldur. Ég man þegar Jóna, systir mömmu, varð 'tuttugu ára'...mér fannst hún sko vera eldgömul, með annan fótinn í gröfinni. Núna finnst manni fólk á sjötugsaldri ekkert svo gamalt.

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim