laugardagur, desember 08, 2007

Bookmark and Share

titill


skondið hvað mér finnst oft erfitt að finna titla á færslurnar mínar...

annars bara lítið að frétta hjá okkur hjónakornunum, nema hvað karlinn er kvefaður og með hósta sem heldur vöku fyrir okkur báðum. Ég hrökklaðist í sófann síðustu nótt, en það gerði víst lítið gagn því ósjálfrátt fór ég að hlusta eftir bofsinu í honum inni í herbergi.

Ég á eftir að leggja fyrir eitt próf á mánudaginn. Lífið verður ljúft þegar yfirferð á þeim prófum er lokið. Ætli maður fari þá ekki að pakka niður búslóðinni og undirbúa jólin. Þó hef ég ákveðið að vera ekkert að setja upp eitthvað jólaskraut, læt bláu peruna á svölunum duga þetta árið.

Við kíktum upp í íbúð í vikunni og það var búið að setja upp eldhúsinnréttinguna, flísaleggja þvottahúsið og baðið og koma baðkarinu fyrir. Ég bara verð að segja að ég hlakka mikið til að flytja í nýju íbúðina og fá smá víðáttubrjálæði!

Ég er aðeins meira farin að átta mig á þessu facebook-dóti, en mér finnst þetta vera svo draslaralegt, þ.e. allt of mikið af alls konar dóti og drasli á síðunni. Þetta bara minnir mig á sumar kennslubækurnar í ensku þar sem búið er að troða allt of mikið af myndum héðan og þaðan auk texta hingað og þangað, ekki sjáanlegt skipulag. Tek það fram að ég nota ekki svona 'busy' bækur...bara höndla það ekki. Kannski er ég einhverf. Mér líður til dæmis ekki vel ef kennslustofan er í óreiðu; borðin skulu vera í beinni línu, en ekki á víð og dreif eins og stundum vill víst gerast.

...hehe...nú er ég komin með fullt af hugmyndum um titla, en þessi færsla er óvenjulega efnislega víðfeðm (ef hægt er að taka svo til orða)

-þar til næst-

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim