þriðjudagur, ágúst 26, 2003

Bookmark and Share
Mér fannst ég vera orðin sautján aftur um daginn, þegar ég þurfti að taka bílpróf. Ég náði í fyrstu tilraun...ekki slæmt það...á stóra feita ameríska bílnum okkar. Ég var með allt rétt í bóklega hlutanum, en rétt slefaði í verklega...sem er kannski ekkert skrítið þar sem allt sem maður gerir er tínt til, og þá meina ég ALLT! Ég lít ekki nógu vel í kringum mig, þegar ég skipti um akrein eða e-ð lít ég ekki aftur fyrir mig, aðallega í speglana...maður þarf að líta í kringum sig!!! Hmm...svo þarf ég greinilega að vinna betur í "parallel parking" á risabíl...En ég náði allavega og er nú komin með Texas driver license og Kalli líka.

Ég fór í bókabúðina í dag til að skoða bækurnar sem ég þarf að nota...og ein bókin sem ég þarf er ein af bókunum sem ég notaði í Kennó...sniðugt, því Auður, kennari í Kennó, sagði mér að taka hana með, því höfundurinn, Brown, er mikls virtur í "kennarabransanum". Gott að taka vel eftir og hlusta á kennarana sína, því ég slepp alla vega við að kaupa bókina hér.

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim