laugardagur, september 27, 2003

Bookmark and Share
Jæja...ég er búin að vera ofboðslega dugleg í dag. Vaknaði snemma og fór að læra. Svo fyrir níu hjólaði ég upp í skóla, því ég þurfti að skila fartölvunni og skjávarpanum sem ég fékk lánað til að nota í kynningunni í gær. Var komin heim aftur um níuleytið og hélt áfram að læra. Svo lærði ég enn meira. Ég tók mér pásu og við skötuhjúin hjóluðum í bankann. Svo þegar við komum heim aftur þá fórum við að læra. Kalli fór og náði í bílinn á verkstæðið klukkan fjögur (hann var í 60.000 mílna tékki). Sem sagt, við erum búin að vera að læra í allan dag.

Svona er nú líf námsmannsinns í Texas.

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim