Við skruppum í Ikea í Houston í gær til að kaupa bókahillur, svo nú getur maður tekið bækurnar af gólfinu. Við fórum strax klukkan 11 þegar Kalli var búinn í prófinu. Það gekk allt vel fyrir sig og við vorum komin aftur um fjögurleytið. Þar sem við vissum hvað við ætluðum að kaupa tók þetta ekki svo langan tíma.
Svo fórum við í Northgate (sem er nokkurs konar "Lækjartorg" College Station, bara hlýrra, þyrping af pöbbum, stólar, bekkir og borð) um tíuleytið í gærkveldi þar sem MBA bytturnar mæltu sér mót (sumir byrjuðu að þjóra bjóra strax eftir prófið, eða klukkan ellefu fyrir hádagi!!). Alveg magnað félagslíf í þessu MBA prógrammi. Fólk kemur bara með kæliboxin full af bjór og sötra hann í rólegheitunum fram eftir nóttu, úti í 25 stiga hita. Sumir kaupa bjórinn af börunum, hann er ekki svo dýr þar hvort eð er. Þetta var bara rosa gaman, að sitja þarna og spjalla. Það var hljómsveit að spila fyrir utan einn pöbbinn þannig að það var tónlíst líka. Mjög indælt. Við röltum svo heim fljótlega eftir miðnætti þegar byrjaði að rigna létt, en það tekur okkur kannski tíu mínútur að labba þennan spotta.
Svo fórum við í Northgate (sem er nokkurs konar "Lækjartorg" College Station, bara hlýrra, þyrping af pöbbum, stólar, bekkir og borð) um tíuleytið í gærkveldi þar sem MBA bytturnar mæltu sér mót (sumir byrjuðu að þjóra bjóra strax eftir prófið, eða klukkan ellefu fyrir hádagi!!). Alveg magnað félagslíf í þessu MBA prógrammi. Fólk kemur bara með kæliboxin full af bjór og sötra hann í rólegheitunum fram eftir nóttu, úti í 25 stiga hita. Sumir kaupa bjórinn af börunum, hann er ekki svo dýr þar hvort eð er. Þetta var bara rosa gaman, að sitja þarna og spjalla. Það var hljómsveit að spila fyrir utan einn pöbbinn þannig að það var tónlíst líka. Mjög indælt. Við röltum svo heim fljótlega eftir miðnætti þegar byrjaði að rigna létt, en það tekur okkur kannski tíu mínútur að labba þennan spotta.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim