laugardagur, september 13, 2003

Bookmark and Share
Ég átti í löngum samningaviðræðum við pabba fyrir viku síðan . Hann var að halda því fram að hann ætli að hætta með sauðfé og að þetta hafi verið síðustu réttirnar.
Hann sagði mér jafnframt að allir ættingjarnir hafi farið með grátstafinn í kverkunum og tárin í augunum til síns heima á sunnudaginn .
Ég sætti mig ekki alveg við það og samdi því við hann um að halda áfram í a.m.k fimm ár í viðbót. Mér finnst við þurfa smá aðlögunartíma til að styðja við hvort annað og sætta okkur við þetta. Þar sem pabbi minn er svo góður sættist hann á það, þannig að hann og mamma ætla að þrauka fyrir okkur í a.m.k fimm ár í viðbót (og Elísabet ætlar að hjálpa til)...
...skál fyrir pabba mínum og mömmu minni

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim