föstudagur, september 12, 2003

Bookmark and Share
Við Kalli fórum í keilu í gærkvöldi, með Jerod og Kate, en Jerod er með Kalla í MBA prógramminu. Það var rosalega fínt, við erum búin að vera svolítið með þeim undanfarið, þau eru rosa fín. Þau eru meira að segja farin að læra nokkur íslensk orð, eins og "stóra húsið"(stóð á einu skilti við eitt hús hér rétt hjá) og "stór maður", (það er einn sem er rosalega hávaxinn í hópnum þeirra). Svo erum við búin að segja þeim ýmislegt um Ísland, en þau eru mjög áhugasöm og spyrja mikið. Mér finnst það rosa gaman, enda alltaf að "kenna" þeim eitthvað nýtt um landið mitt.

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim