þriðjudagur, september 16, 2003

Bookmark and Share
Við fórum í golf í gærmorgun.
Það var einn sem er með Kalla í MBA prógramminu sem átti rástímann. Þeir ætluðu að fara þrír saman og voru búinir að bjóða Kalla með því það eru mest fjórir í holli. Svo forfallaðist einn þannig að hann bauð okkur báðum að koma með. Vöknuðum klukkan sex til að vera komin út á völl klukkan hálf sjö, en við áttum tíma klukkan 07:10. Það gekk á ýmsu, enda höfum við ekki spilað golf síðan í júní, þannig að það verður ekkert farið út í skorið á þessari stundu! Við vorum ansi róleg svona í morgunsárið og vorum ekkert að stressa okkur. Horfðum á sólarupprásina og spiluðum okkar golf í rólegheitunum. Alex (sá sem átti rástímann) var sko ekki að spila sitt besta golf, hann var með splunkunýtt golfsett og í einu upphafshögginu flaug hausinn af drivernum, góðu græjurnar. Svo þegar við vorum komin á níundu braut kom einn golfvallarstarfsmaðurinn og bað okkur um að herða aðeins leikinn og hleypa fólki fram úr, því það var farið að safnast upp á eftir okkur. Við höfðum reyndar reynt að hleypa framúr á áttundu en þau vildu ekki fara framúr okkur. Við spýttum í lófana og héldum áfram, stungum hitt liðið bara af. Þetta var alveg ágætt, þrátt fyrir blöðrurnar á höndunum (algjörlega úr þjálfun). Reyndar hélt ég að völlurinn væri betri, hann var reyndar svolítið blautur eftir rigningarnar fyrir helgi.

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim