fimmtudagur, október 23, 2003

Bookmark and Share
Stundum skil ég þessa blessuðu tölvutækni engan veginn Ég skrapp rétt aðeins frá tölvunni áðan og þegar ég kem til baka er bara allt í hassi!!! Ljósin á lyklaborðinu blikka öll og enginn takki virkar á því. Jújú...ég geri bara það sem flestir tæknifatlaðir myndu gera, endurræsti tölvuna. Þegar hún var að starta aftur kom upp villumelding...keyboard error...press F1 to resume....HALLÓ...lyklaborðið virkar ekki en samt á ég að ýta á F1!!! Ég bara fatta ekki svona...ég þurfti að endurræsa tölvuna þrisvar sinnum áður en hún kom rétt upp. Svo er ég að standa í svona vitleysu í staðinn fyrir að koma mér í háttinn því ég er að fara í próf á morgun...djís..vitleysingur getur maður verið...það fer sko ekki á milli mála hverra manna maður er...

Talandi um það, þá fer það sko ekki á milli mála, ég er greinilega af þessari Fossaætt með of hátt kólestról á unga aldri!!! Fór í blóðprufu um daginn og það kom í ljós að "vonda" kólestrólið er í hærra lagi, ekkert til að hafa áhyggjur af þannig séð, en nokkuð sem maður þarf að hafa í huga þegar mann langar í pepperoni pizzu eða eitthvað álíka feitt.

Jæja, verð að fara að drulla mér í háttinn...er hálf slöpp, með kvefskít og hausverk...JÁ KVEF, þrátt fyrir að það hafi verið 30 stiga hiti hér í dag...verð að vera spræk á morgun...þarf að lesa fyrir prófið sem er annað kvöld!!!!

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim