þriðjudagur, október 21, 2003

Bookmark and Share
Það var nú ekki mjög haustlegt hér um helgina. Veðrið var alveg frábært, sól og blíða, en auðvitað naut maður þess ekki neitt þar sem maður hékk inni og reyndi að læra eitthvað. Reyndar settist ég hér út á pall og las, það var mjög fínt. Ég veit ekki hvernig spáin er næstu daga, en það skiptir svosem ekki máli. Það er ekki eins og maður sé að fara eitthvað út á næstunni. Ég er að fara í próf á fimmtudaginn og þarf að vinna í þremur ritgerðum (tvær 10-15 bls og ein 15-20 bls.) auk þess að vinna frekar stórt verkefni í einum kúrsinum. Manni leiðist þó ekki á meðan, en ég er orðin svolítið þreytt á að hanga alltaf inni, annað hvort yfir bókunum eða eitthvað að slæpast. Ég verð að fara að komast eitthvað út, þetta gengur ekki lengur. Einu skiptin sem ég fer eitthvað út er þegar ég fer í tíma og svo stöku sinnum þegar við hittum krakkana, en Kalli er svo mikið í hópavinnu núna að ég sé hann varla og hangi alltaf ein heima, djís...þvílíkur félagsskítur!!

Nú er Berglind komin, konan hans Jóa. Þau buðu okkur í mat á sunnudagskvöldið, aldeilis fínn matur. Við sátum og spjölluðum, en þar sem Kalli er á kafi í verkefnum núna gátum við því miður ekki verið seint á ferð. Berglind kom með SS pylsur handa okkur...mmmm...ég hlakka til að grilla þær.


Þvottabjörninn leit við í kvöld. Ég fór út fyrir til að fá mér ferskt loft og þegar ég var að fara inn aftur heyrði ég eitthvað þrusk og sá þá hvar hann fylgdist með mér. Hann er alveg rosalega forvitinn. Ég dró gardínuna í stofuglugganum alveg upp og fylgdist með honum, alltaf þegar einhver gekk hjá eða eitthvað hljóð heyrðist sá maður í nefið á honum í gatinu. En ef einhver kemur of nálægt þá lætur hann sig hverfa.

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim