þriðjudagur, desember 09, 2003

Bookmark and Share
HLAND FYRIR HJARTAÐ

Já, ég fékk sko hland fyrir hjartað áðan....við vorum að keyra á fína bílnum okkar, Kalli undir stýri. Komum að gatnamótum þar sem við ætluðum að beygja til vinstri og það var rautt ljós á okkur svo að við stoppuðum. Svo kom grænt á okkur og bíllinn tók af stað.....skyndilega kom einhver kelling á 'pikköpp' á fleygiferð vinstra megin við okkur og barasta ætlaði sér yfir gatnamótin...gegnt rauðu ljósi. Kalli tók eftir henni, sem betur fer, og snarhemlaði...kellingin klossbremsaði þegar hún fattaði hvað hún var að gera og það munaði örfáum sentimetrum að hún hefði lent á fína bílnum okkar...og svo brunaði hún áfram yfir gatnamótin. Hún hafði ekki einu sinni tök á að sveigja hjá okkur, á svo mikilli ferð var hún. Úff...ef Kalli hefði ekki tekið eftir henni og haldið áfram þá hefði hún lent inni í hliðinni á okkur...já, ég fékk sko hland fyrir hjartað!!!

Ég teiknaði þetta upp í tölvunni til að útskýra hlandið.

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim