þriðjudagur, desember 02, 2003

Bookmark and Share
já...helgin...hún var alveg rosalega fín. Það var fótboltaleikur á föstudaginn þar sem A&M skíttapaði fyrir UT, ekki gott mál það. Það sem mér finnst svo sniðugt við þennan "ríg" á milli A&M og UT er að fólk er alveg að skjóta á hvort annað, sérstaklega rétt fyrir leik, en þessi lið spila á Thanksgiving á hverju ári, til skiptis hér og í Austin...en áfram með ríginn...svo eftir leikinn fara allir saman á barina og skella í sig nokkrum köldum og fólk er bara að spjalla og skemmta sér, ekkert vesen (alla vega ekki sem ég hef orðið vör við). Við fórum sem sagt á Dixie Chicken (sem er pöbb í Northgate) og fengum okkur nokkra öllara...þar sátum við og skemmtum okkur þangað til lokaði. Eftir það fórum við heim og sóttum kassa af bjór og fórum svo heim til Jerods og Kate þar sem við sátum, spjölluðum og spiluðum til 4 um morguninn, en við Kalli gistum hjá þeim um nóttina (morguninn).

Við fórum á fætur um tíuleytið, eftir aðeins sex tíma svefn. Drifum okkur heim, í sturtu og svo var heldið af stað til Hill Top, þar sem amma og afi Kate búa. Þetta er svæði þar sem fullt af ellismellum búa. Við fórum í golf með pabba hennar Kate og afa hennar. Afabróðir hennar býr líka þarna rétt hjá og hann á tvo golfbíla sem við fengum lánaða...það er bara helvíti skemmtilegt að aka þessu. Maður fer mikið hraðar yfir þegar maður er á golfbílum, við spiluðum 18 holur á ca 4 tímum. Þetta er mjög skemmtilegur völlur. Mikið landslag, fullt af trjám og fullt fullt fullt af dýrum. Þarna er rosalega mikið fuglalíf, enda er votlendi þarna, svo voru íkornar og dádýr hlaupandi um, algjörar dúllur!!! Það var ekki gott þegar maður lenti inn á milli trjánna og var að reyna að skjóta boltanum inn á völlinn. Stundum skaut maður í tré og boltinn skaust til baka. Það segir sitt um skorið sem maður fékk, hmmm...tölum ekki meira um það. Þetta var reyndar bara í annað skiptið sem ég spila golf síðan við komum hingað í ágúst, og mikið rosalega er maður fljótur að ryðga í þessu. Við rétt náðum að klára hringinn fyrir myrkur (reyndar var síðasta holan spiluð í myrkri). Svo fórum við heim til 'Nana' og
"Poppy", en það eru amman og afinn kölluð. Þar fengum við dýrindis chili, sem Kalli grey var ekki par hrifinn af því það eru baunir í því...tíhíhí..soddan gikkur. Eftir matinn settust allir við borðið og það var spilað. Þetta er mikil spilafjölskylda, sem er mjög fínt þar sem okkur finnst gaman að spila...og við erum búin að læra nokkur ný spil, sem Fossapakkið fær að læra um jólin, hvort sem því líkar betur eða verr...bíðiði bara (verð að frekjast svolitið til að standa undir nafni)!!!
Sunnudagurinn fór svo í námið...maður verður víst að sinna því líka.

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim