fimmtudagur, janúar 22, 2004

Bookmark and Share
Ég skrúbbaði baðkarið um daginn. Það var ekki mjög geðslegt, reyndar svo ógeðslegt að ég hef ekki haft lyst á því að fara í bað......bara sturtu. Baðið var allt í einhverjum taumum og ég var búin að reyna að skrúbba það með svampi og bursta með alls konar eiturefnum. Við fórum í Home Depot og þar fundum við eitthvað sem átti að virka rosa vel á allt...ryðbletti, vatnsbletti, 'kolefnabletti' (bein þýðing) og það má meira segja nota þetta á allt, eins og keramik, verkfæri, postulín og guð má vita hvað. Þetta 'undraefni' sem við fundum var nú ekki flóknara en að vera vikurklumpur. Maður bleytir hann og svæðið sem á að hreinsa og svo skrúbbar maður...og það svínvirkar - baðið eins og nýtt...eða kannski ekki alveg eins og nýtt, en það lítur allavega betur út og er hvítt á litinn aftur...hehe. Svo á ég bara eftir að taka þéttinguna...kíttið...eða hvað það nú heitir...og setja nýtt vatnshelt í staðinn. Það er nefnilega orðið svart á litinn vegna rakaskemmda, er viss um að það sé vatnshelt og ætlað til nota inni á baði, ef svo er þá hefur það ekki verið sett nógu vel á. Þetta eru semsagt alldeilis frábær vinnubrögð hjá iðnaðarmönnum hérna...mamma fengi sko kast ef hún sæi þetta og væri vís til að taka alla íbúðina í gegn...neinei...kannski ekki alveg í gegn...en hún ætti allavega erfitt með að halda að sér höndunum, það eitt er víst. Það er bara svo gott að komast í heitt bað öðru hvoru, liggja þar og slappa af í smá stund. Ohh, ég er bara farin hlakka til.

Jæja, er farin að horfa á American Idol - Houston (Atlanta var í gær og New York í fyrradag...)

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim