þriðjudagur, janúar 20, 2004

Bookmark and Share
Stundum langar mig ekki að fara að sofa, þó svo að ég sé orðin dálítið þreytt...og þrjóskast við að vaka lengur. Nú er klukkan hálf tvö um nótt hjá mér og ég enn á róli. Veit að ég verð þreytt á morgun, og löt eins og alla aðra daga. Stundum gerir maður hluti sem maður veit að eru ekki góðir fyrir mann og eiga eftir að koma niður á manni seinna. Samt gerir maður þá, skrýtin skepna þessi mannskepna.

Mér var boðið (betra!! ) í mat til Homayra, sem er frá Íran. Hún eldaði rosa góðan íranskan mat, veit að það var nokkurs konar kartöflusalat, ógeðslega gott (verð að muna að fá uppskriftina af því), og kjúklingur, hrísgrjón, salat...osfrv. Við vorum níu þarna og við sátum og spjölluðum þangað klukkan var farin að ganga tólf. Tíminn bara flaug. Þegar við vorum að standa upp og tygja okkur heim, hugsaði ég hvort ég ætti ekki að hringja í Kalla og láta hann vita að ég væri að leggja af stað heim, þar sem ég væri á hjólinu. Þá hringdi síminn og Homayra varð svolítið skrýtin á svipinn, þá vissi ég að það væri hann að hringja, ohh svo sætur að athuga með mann. Homayra tók það ekki í mál að ég hjólaði heim, það væri líka svo kalt (jójó...æm æslandik), svo hún sendi manninn sinn út og hann skutlaði mér heim, en þau búa hér rétt hjá. Þau eru rosa indæl.

Ég tók upp American Idol, en það byrjaði í kvöld. Ætlaði sko ekki að missa af fyrstu og fyndnustu þáttunum. Það er ótrúlegt hvað fólk getur haft mikla trú á eigin hæfileikum. Ég er fegin að hafa fattað í tæka tíð og hætt að vasast í þessu söngdóti, syng bara fyrir sjálfa mig núna. Mér finnst svolítið skondið þegar American Idol byrjaði og Íslendingar voru að tala um hversu miklir bjálfar þessi Ameríkanar eru, að láta hafa sig út í hvað sem er, svo er haldið Idol á Íslandi og í ljós kemur að Íslendingar eru ekkert skárri, síður en svo. Hugsunarhátturinn er ekki svo ólíkur "við erum best í heimi", þjóðarstoltið alveg að fara með mann....reality check!!!

HEY JÁ...eitt enn...haldiði ekki að það hafi heyrst múkk frá Baunalandi...heldur betur búið að bæta síðuna...nú getið þið "baunað" svolítið á Ástu og Binna, því þau eru komin með 'Shout out'...tékkið á því!!!

Góða nótt...óver end át.

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim