JÚHÚ!!!! Við erum komin með SÓFA!!!!! Við keyptum notaðan sófa fyrir rúmlega $30 sem er rúmar 2000 kr. Hann er soldið stór og alveg heill. Ég eyddi meira en klukktíma í að ryksuga hann (ryksugaði hvern einasta fersentimetra á sófanum, nema undir honum...sem þýðir að ég ryksugaði ekki alveg hvern einasta fersentimetra...!!) og notaði Febreeze Deep Clean á hann til að drepa sýkla og fá góða lykt af honum. Hann var reyndar búinn að standa eitthvað úti þannig að hann hafði viðrast ágætlega. Svo keyptum við cover á hann, sem kostaði reyndar jafn mikið og sófinn, aðeins meira jafnvel. En þvílíkur lúxus það er að hafa sófa.
Það verður pylsupartí hér í kvöld. Ætlum að bjóða krökkunum í íslenskar SS pylsur með tómatsósu, SS sinnepi og steiktum lauk. Svo verður meira að segja boðið upp á íslenskt Coca Cola í dós, Egils appelsín, Malt og úrval af íslensku sælgæti, en það liggur við að megnið af vigtinni sem við komum með hingað hafi verið nammi, sem verður að sjálfsögðu bara spari.
Við stefnum að því að fara til Dallas um helgina, að heimsækja Trey og Shelley aðeins. Við höfum ekkert hitt þau síðan í ágúst, ekki alveg nógu góð frammistaða hjá okkur. En þar sem ég var í tímum á laugardögum fyrir áramót og ýmislegt annað í gangi, gáfum við okkur ekki tíma til að kíkja til þeirra...og þar sem ég mun vera í tímum alla laugardaga fram í mars, er þetta eiginlega eini sjensinn í bili...og við ætlum að grípa hann. Ég talaði við Trey áðan og hann var bara hress. Sagði mér að það hafi verið 70 gráðu hiti á jólunum....fahrenheit semsagt, en það eru um 20 gráður á celsius, 21 til að vera nákvæm. Það verður gaman að hitta þau aftur.
Á meðan ég man...ég er búin að bæta inn nokkrum myndum á netið.
Það verður pylsupartí hér í kvöld. Ætlum að bjóða krökkunum í íslenskar SS pylsur með tómatsósu, SS sinnepi og steiktum lauk. Svo verður meira að segja boðið upp á íslenskt Coca Cola í dós, Egils appelsín, Malt og úrval af íslensku sælgæti, en það liggur við að megnið af vigtinni sem við komum með hingað hafi verið nammi, sem verður að sjálfsögðu bara spari.
Við stefnum að því að fara til Dallas um helgina, að heimsækja Trey og Shelley aðeins. Við höfum ekkert hitt þau síðan í ágúst, ekki alveg nógu góð frammistaða hjá okkur. En þar sem ég var í tímum á laugardögum fyrir áramót og ýmislegt annað í gangi, gáfum við okkur ekki tíma til að kíkja til þeirra...og þar sem ég mun vera í tímum alla laugardaga fram í mars, er þetta eiginlega eini sjensinn í bili...og við ætlum að grípa hann. Ég talaði við Trey áðan og hann var bara hress. Sagði mér að það hafi verið 70 gráðu hiti á jólunum....fahrenheit semsagt, en það eru um 20 gráður á celsius, 21 til að vera nákvæm. Það verður gaman að hitta þau aftur.
Á meðan ég man...ég er búin að bæta inn nokkrum myndum á netið.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim