sunnudagur, janúar 18, 2004

Bookmark and Share
Ferðin til Dallas var aldeilis fín. Við vorum komin uppeftir um fimmleytið á föstudaginn. Við keyrðum ekki "interstatinn", heldur fórum við "highwayana" sem eru náttúrulega miklu minni og ekki eins fjölfarnir og yfirleitt bara ein akrein í hvora átt. En það er gaman að keyra þá, því maður fer í gegnum alls konar bæi og þorp af öllum stærðum og gerðum. Sum húsin sem fólk býr í eru ógeðsleg. Þau er svo gott sem að hruni komin og allt í drasli fyrir utan, en bílarnir eru yfirleitt bara flottir, ekki alltaf einhverjar druslur. Svo er kannski hús við hliðina á hjallinum sem er rosa flott!!! Andstæður hlið við hlið...hefði átt að taka myndir...en rolaðist ekki til þess. Einn bærinn sem við keyrðum í gegnum bæ sem heitir Calvert. Sá bær er eldgamall og er eitt af "sögusvæðum" Texas. Þegar maður keyrir í gegnum hann er eins og maður sé kominn í villta vestrið. Öll húsin eru í svona lengjum og með "villta vesturs-kúreka" fronta. Rosa flott.
Á föstudagskvöldið fórum við út að borða með Trey og Shelley, auðvitað, og vinafólki þeirra, Stacy og Rafael. Við fórum á þennan nýtísku "trendy" "rússnesskan" stað sem heitir Nikita. Þetta er eiginlega skemmtistaður líka seinna á kvöldin og mér fannst tónlistin heldur hátt stillt, maður rétt svo gat talað saman. Maturinn var samt fínn, ekkert geðveikt ódýrt, en fínt samt. Eftir það kíktum við á Dubliner, sem er pöbb rétt hjá þar sem Trey og Shelley búa. Þar hittum við Tony, sem er með Kalla í prógramminu, en hann fór til Dallas um helgina að hitta vini sína, sem búa rétt hjá Trey og Shelley, þvílík tilviljun. Eftir Dubliner fórum við heim til Keisha, vinkonu T og S. Þar voru nokkrir félagar þeirra saman komnir, en við stoppuðum ekki lengi þar. Við vorum orðin svolítið þreytt og vorum komin heim um eittleytið.
Laugardeginum var eytt í leti...aldrei þessu vant. Við fórum heim til Stacy og Rafael eftir hádegið og á meðan strákarnir fóru að skoða verkstæðið hans Rafaels og tala um bíla og annað strákadót, sátum við stelpurnar heima og spjölluðum. En Rafael er að vinna með burstað stál, sem er algengt í iðnaðareldhúsum og svoleiðis, hann býr til háfa, skápahurðir og alls konar dót sem burstað stál er notað í. Þegar þeir komu aftur fórum við út að borða á mexíkóskan stað rétt hjá, rosa góður matur mar', með þeim betri mexíkóskum sem ég hef smakkað, og ódýr líka. Við borðuðum okkur til óbóta af nachos, quesadillas, flautas, chicken fajitas....og ég þurfti að sjálfsögðu að taka afganginn með mér heim. Eftir matinn fórum við aftur heim til Stacy og Rafaels þar sem við horfðum á DVD og sötruðum áfengan kokteil....ógeðslega góðan....sem samanstendur af Hpnotiq (sem er vodka, cognac og natural fruit juices), absolut citron og white cranberry juice. Við fórum svo frá þeim rúmlega átta, því við ætluðum í bíó klukkan 9:45, og það er 40-45 mín keyrsla frá Stacy og Rafael til Trey og Shelley, svo voru Thor og Appollo (hundar) úti í garði og þurftu að komast inn áður en byrjaði að rigna. Við fórum semsagt í bíó, á Big Fish. Myndin var bara fín, betri en ég bjóst við þar sem trailerinn er ömurlegur. Við fórum svo bara heim eftir bíóið, og við lögðum af stað til College Station um níuleytið á sunnduagsmorguninn, eftir að Kalli hafði fengið sér chicken fajitas í morgunmat. Jerod og Kate komu til okkar og við horfðum á Sundaynight football, þar sem úrslitiin urðu þau að Carolina Panthers fara í Superbowl 1. febrúar, þar sem þeir munu mæta New England Patriots, en ég er viss um að ykkur gæti ekki verið meira sama um það!!!

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim