mánudagur, janúar 05, 2004

Bookmark and Share
Jæja, enn einn letidagurinn að baki. Ég kláraði bókina sem ég byrjaði á í gær, ágætis bók barasta. Nú er ég búin að lesa báðar bækurnar sem ég fékk í jólagjöf...reyndar fengum við saman 3 bindin af Íslandi í aldanna rás og svo eina bók um Ísland sem heitir Land of Light, svona til að sýna "útlendingunum". Kannski maður dembi sér bara í Tiger Woods bókina núna, svona til að hita sig upp fyrir golfið þegar maður kemur út, en hana keyptum við á útsölu á $5 í Barnes & Nobles fyrir jól. Oh, ég hlakka til að geta farið að stunda golfið á fullu. Núna er maður kominn vel inn í aðstæður þarna úti og við ætlum að fara að spila meira golf en við gerðum fyrir áramót. Það er eiginlega "once in a lifetime opportunity" að búa á stað þar sem maður getur spilað golf allan ársins hring. Þessa fær maður ekki notið hér á gamla góða Fróni...nema maður fari að leggja stund á "ísgolf", eins og Suður-Afríkubúinn hélt að golfið hér væri!!

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim