miðvikudagur, desember 24, 2003

Bookmark and Share
Jei...komin í netsamband...á Fróni!!!
Ég vil byrja á því að óska Brit til hamingju með afmælið, en hún átti afmæli á sunnudaginn 21. desember.

Ferðin gekk bara vel hjá okkur. Við flugum með 40 sæta Saab frá College Station til Dallas. Mér leist nú reyndar ekkert á blikuna rétt eftir að búið var að ræsa vélina þegar flugfreyjan kom aftast í vélina og bað um tvo sjálfboðaliða til að færa sig fremst í hana...jæja, það er alla vega gott að það er hugsað um að dreifa þyngdinni um vélina (þetta hefur örugglega verið af því að ég sat aftast...úbbs, vélin of þung þar!). Svo varð klukkutíma töf á vélinni sem við tókum frá Dallas, það þurfti að laga smá dæld í henni, mjög traustvekjandi það. Flugstjórinn sagði alltaf í kallkerfinu að viðhaldsmennirnir væru rétt að klára "pappírsvinnuna", meiri pappírsvinnan þar, við heyrðum alveg í "fræsaranum" eða hverju sem þeir voru að nota til að laga vélina. En það hafðist allt saman fyrir rest og við vorum komin til Baltimore um tvöleytið að staðartíma, en þar biðum við í sjö klukkustundir. Flugleiðavélin fór klukkutíma of seint í loftið, því gellurnar sem standa við útgönguhliðið og rífa af flugmiðunum komu tölvunni ekki í gang, þær föttuðu ekki strax að hún var ekki í sambandi, svo loks þegar þær áttuðu sig á því hvar hún átti að fara í samband þá gátu þær ekki ræst kerfið upp!!! Reyndar gekk líka eitthvað illa að afferma og ferma vélina. Vélin náði að vinna upp mesta tímatapið og við vorum ekki nema korteri á eftir áætlun í Keflavík.

Mikið finnst mér skrýtið að mér skuli ekki finnast skrýtið að vera komin heim.

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim