fimmtudagur, janúar 01, 2004

Bookmark and Share
Jæja, þá er komið árið 2004. Áramótin voru bara prýðileg hjá okkur. Við vorum í Frostafoldinni með mömmu og pabba, Hlyni, Lindu, Unnari, Jennýju (dóttur Unnars) og Erlu, móðursystur Unnars og Bjarna, manninum hennar. Við fengum sjávarréttasúpu í forrétt, vel sterka, svo gæddum við okkur á dýrindis svínahamborgarhrygg, jamm jamm. Þar sem svo mikið var borðað og allir pakksaddir, fengum við okkur ísinn töluvert seinna. Við Kalli vöskuðum upp eftir matinn, frekar fyndið að vaska aftur upp í eldhúsinu sínu og vera ekki viss hvert hlutirnir ættu að fara...ég setti þá bara einhvers staðar og nú þarf Linda örugglega að leita í öllum skápunum til að finna hlutina þar sem þeir hafa örugglega flestir farið á rangan stað

Hvernig fannst ykkur skaupið annars? Mér fannst það bara ágætt, góðir punktar inn á milli. Ég skil ekkert í Sjónvarpinu að sýna ekki gömul áramótaskaup stöku sinnum, þeir gætu líka örugglega grætt á því að selja þau á DVD, eða lækkað afnotagjöldin fyrir ágóðann...je ræt...eins og það eigi eftir að gerast...hehe.

Það er rosa fínt útsýni af svölunum hjá okkur og við horfðum á flugeldana, þvílíkur hávaði, það voru svo mikil læti á tímabili að við gátum ekki talað saman, heyrðum ekkert hvert í öðru. Ekkert lítið hvað fólk eyðir í svona bombur.

Dagurinn í dag verður bara tekinn rólegur...eins og allir aðrir dagar í jólafríinu. Ætli maður haldi ekki bara áfram að vera á beit allan daginn...alveg með ólíkindum hvað maður getur borðað mikið...allan daginn út og inn...ekkert skrýtið að maður skuli vera hlussa, sí-étandi. Það var nú svolítið skondið þegar ég var að hjálpa pabba að gefa um daginn...hann var að reyna að setja eina rúllu í eina jötuna en hún var ekki alveg nógu vel upp á brettinu og var alveg að rúlla af því. Pabbi stökk til og reyndi að ýta á rúlluna, en ég fór upp á þann enda brettisins sem stóð upp í loft (því rúllan var að fara af því á hinum endanum) og viti menn, brettið byrjaði að síga mín megin og rúllan rann til baka inn á brettið...jahá, þyngdarlögmálið er sko ekkert lögmál...getur verið ansi hjálplegt í fjárhúsunum

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim