fimmtudagur, desember 18, 2003

Bookmark and Share
Ég verð nú bara að deila þessari sögu með ykkur. Ég sá þetta á fotbolti.net. Jón Þorgrímur Stefánsson skrifaði:
Þetta gerðist í USA, þar sem ég var í skóla í Pensicola í Florida. Ég slapp í gegn og kominn einn á móti markverði, sóla hann og er að fara að leggja boltann í netioð þegar ég er negldur niður aftan frá, augljóslega víti og rautt, en dómarinn dæmir ekkert og gefur mér gult fyrir leikaraskap. Ég náttúrulega trompast og blóta dómaranum í sand og ösku á íslensku, þá labbar dómarinn að mér í rólegheitum og gefur mér beint rautt, brosir og segir "Ég var búsettur í Keflavík í 10 ár!" Ég gat ekki sagt neitt þannig að ég sprakk úr hlátri. Hvaða líkur eru á því að hitta dómara í USA sem varí hernum á Keflavíkurflugvelli og talaði betri íslensku en ég!?

Mér finnst þetta bara tær snilld, ótrúlegt hvað heimurinn getur verið lítill stundum!!

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim