sunnudagur, febrúar 22, 2004

Bookmark and Share
Við fórum í golfið á föstudaginn. Reyndar ekki fyrr en klukkan hálf ellefu. Veðrið var frábært, í fyrstu var skýjað en svo braust sólin fram úr skýjunum. Okkur gekk mjög misjafnlega að spila hringinn, en maður á allavega góð högg inn á milli sem er góðs viti. Þetta er bara svo gaman. Um kvöldið fórum við í bíó með Jerod og Kate. Við sáum Eurotrip og hún var mjög góð, rosalega fyndin. Gefur Ameríkönum góða mynd af Evrópu...brjóst, nektarstrendur, kynlíf, djamm og dóp (það var í Amsterdam). Sumt í myndinni var dálítið ýkt, en samt fyndið. Þetta er svona bullmynd eins og Old School, American Pie og Roadtrip...það er best að lýsa myndinni þannig: Þetta er American Pie á 'Roadtrippi' í Evrópu!

Í gær fór dagurinn í að læra (ok..slóra), við þrifum bílinn og fórum í mat til Tony's í Bana Calda, sem er ítalskur réttur sem samanstendur af fullt af smjöri og hvítlauk. Það er nokkurs konar fondue, þú notar brauð sem disk og steikir á pinna, osta, grænmeti, pylsur o.s.frv. í smjörinu og hvítlauknum. Svo borðar þú það yfir brauðinu þannig að hvítlaukssmjörið leki á brauðið, þegar þú ert búinn að borða nægju þína af pinnamatnum og brauðið orðið gegnsósa í hvítlaukssmjöri þá borðar þú það. Mér fannst þetta mjög gott, en Kalli var ekki hrifinn af þessu...kemur á óvart!!!

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim