fimmtudagur, mars 25, 2004

Bookmark and Share

og nú fer hún að bulla


Brunasárið mitt er allt að koma til. Það er komin ný húð yfir mestan hluta þess. Ég hef farið upp á heilsugæslu á hverjum degi í þessari viku þar sem hjúkkurnar hreinsa sárið og setja krem á það. Læknirinn vill að ég komi á morgun og væntanlega föstudaginn líka, því hann vill vera viss um að það grói rétt, en fari ekki að taka upp á einhverju öðru, eins og að fá ígerð eða eitthvað þvíumlíkt. Mér finnst það sko minnsta mál að skreppa upp á campus og vera viss um að allt sé í lagi, hef líka gott af hjólatúrnum hvort eð er, þar sem lítið hefur verið um annað sprikl hjá mér undanfarið. Ég get varla beðið eftir að geta farið að púla og svitna að ráði aftur, nenni ekki svona meiðsla-veseni. Vona bara að það komi ekki mikð ör eftir sárið.

En nóg um það. Allt gengur sinn vanagang hér í Ameríkunni. Fólk heldur áfram að vera teprur og hneykslast á brjóstum, nú síðast var það stafnmynd á skipi í Flórida sem kom einhverjum í uppnám...ég meina það, þetta er nú einum of....ÞETTA ER BARA ÓSKÖP EÐLILEGUR HLUTI AF LÍKAMANUM!!!! Farðu á strönd í Evrópu og þá sérðu varla annað en brjóst!! Ég ætlaði nú ekki að fara að tala um brjóst, heldur ætlaði ég að tala um skólann, en það er ekki eins spennandi. Samt sem áður gengur allt vel þar, ég er reyndar orðin svolítið þreytt á þessum helv...laugardagstímum, vildi frekar vera í skólanum alla virka daga (eins og eðlilegt mætti teljast). Er að fara til Georgetown (sem er rétt norðan við Austin) á laugardaginn í einum tímanum. Við erum að fara á ráðstefnu og þurfum að vera mætt þar um áttaleytið, sem þýðir að við þurfum að leggja af stað héðan ekki mikið seinna en á hinum ókristilega tíma 5:30 að morgni til. Ekki nóg með það að maður þurfi að vakna snemma, heldur missi ég af tvöföldu þrítugsafmæli sem tveir strákar í MBA prógramminu ætla að halda á föstudaginn. Þar sem þeir eru fæddir 1974 (daah..þrítugir) þá er þema partýsins 1974!! Ég stakk upp á að við Kalli færum með Jerod og Kate sem ABBA, en það verður víst ekkert úr því, veit ekki hvort ég kíki samt í smá stund. Sé til.

Jæja, búin að bulla nóg í bili. Yfir og út.

(P.s. skrifaði þetta blindandi, þ.e.a.s. ekki með gleraugun og tek því enga ábyrgð á stafsetningar- eða innsláttarvillum (nennti ekki að lesa þetta yfir))

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim