Ég gleymdi einu...eða tvennu...að kynna fyrir ykkur nýja fjölskyldumeðliminn og nýja gæludýrið okkar (En það jafnast náttúrulega ekkert á við hann Hörð okkar sem við urðum að skilja eftir heima á Íslandi af því að það er ekki hægt að flytja svoleiðis dýr með sér...snökt snökt).
Við vorum að skoða þann möguleika að flytja úr þessari íbúð í vor, því leigusamningurinn rennur út í maí. En þar sem við lituðumst um og fundum ekkert betra á góðu verði ákváðum við bara að vera hér áfram og endurnýjuðum leigusamningin. Við það var okkur boðin gjöf og fengum við að velja á milli nokkurra, en við ákváðum að bjóða Öbba að flytja inn til okkar. Sá kann sko að poppa.
Nú er þvottabjörninn farinn með sitt krafs og læti (hann hefur reyndar eitthvað verið að angra Jóa og Berglindi hér á móti, semsagt ekki flutt sig langt) svo við höfum fengið okkur nýtt gæludýr, hann Eðling, en hann er Gekkó. Það eru sko engin læti í honum, hann bara kemur og fer eftir sinni hentisemi, og baðar sig í sólinni þess á milli (hef reyndar ekki séð hann í marga marga daga). Hann er pínulítill...með hala og öllu er hann jafn langur og lófinn á mér.
Við vorum að skoða þann möguleika að flytja úr þessari íbúð í vor, því leigusamningurinn rennur út í maí. En þar sem við lituðumst um og fundum ekkert betra á góðu verði ákváðum við bara að vera hér áfram og endurnýjuðum leigusamningin. Við það var okkur boðin gjöf og fengum við að velja á milli nokkurra, en við ákváðum að bjóða Öbba að flytja inn til okkar. Sá kann sko að poppa.
Nú er þvottabjörninn farinn með sitt krafs og læti (hann hefur reyndar eitthvað verið að angra Jóa og Berglindi hér á móti, semsagt ekki flutt sig langt) svo við höfum fengið okkur nýtt gæludýr, hann Eðling, en hann er Gekkó. Það eru sko engin læti í honum, hann bara kemur og fer eftir sinni hentisemi, og baðar sig í sólinni þess á milli (hef reyndar ekki séð hann í marga marga daga). Hann er pínulítill...með hala og öllu er hann jafn langur og lófinn á mér.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim