þriðjudagur, maí 18, 2004

Bookmark and Share

þá fer alveg að koma að því


Við leggjum i hann vestur á bóginn í fyrramálið. Mikið verður það nú spennandi. En alla vega, þá er ekkert víst að það heyrist múkk frá okkur hér á síðunni í viku eða svo. Ég flýg svo til Houston sunnudaginn 30.maí og byrja í skólanum 1. júní.

Við skelltum okkur í golf í gær með Jerod og Tony. Þegar við vorum að pútta á sjöundu hvessti snögglega og dökk ský hrönnuðust upp. Við sáum eldingar í fjarska og heyrðum drunurnar í þrumunum. Svo féllu nokkrir dropar niður úr skýjunum og við ákváðum að taka enga áhættu heldur fara í skjól. Það var smá skýli þarna rétt hjá sem við fórum undir og eins og hendi væri veifað helltist rigningin ofan úr skýjunum. Í kjölfarið fylgdu þrumur og eldingar. Við biðum þarna í nokkra stund eftir að lægði. Þegar stytti upp var golfvöllurinn gjörsamlega á floti og það var ekki hægt að spila meira. Við urðum því að gjöra svo vel að stíga upp í golfbílana og halda heim á leið . Við fengum inneign á golfhring fyrir fjóra, þannig að við getum farið aftur í golf í haust...jei.


Ég vil óska Kalla mínum til hamingju með fyrstu bloggfærsluna...var meira að segja færsla númer 300!
Hann verður vonandi duglegur að segja okkur fréttir frá 'Kallaforníu' í sumar.

Adios amigos

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim