Rooosa dugleg!!
Ég 'gerði' eitthvað í gær, hvort sem þið trúið því eða ekki!

Kalli sá fyrir því. Honum hefur blöskrað aðgerðarleysið hjá frúnni og hringdi í mig úr vinnunni í gærmorgun og setti mér fyrir (eða bauð mér að gera nokkuð). Þegar hann var á leið í vinnuna og stopp á rauðu ljósi tók hann eftir því að það voru maurar á framrúðunni, já maurar!! Þetta eru ekki sömu maurar og voru í íbúðinni okkar í TX. Ég fékk það hlutverk að labba í vinnuna hans, taka bílinn, fylla hann af bensíni og renna honum í gegnum bílaþvottastöð til að skola maurunum í burtu.

Þetta tók svosem enga stund og þegar ég kom aftur á hótelið fór ég beint í að hlaða inn myndum af helgarferðunum okkar.

Eins og sést er ég búin að setja hlekki á myndaalbúmin hér til hliðar. Það er mikið að gera í vinnunni hjá honum Kalla mínum og var hann t.d. að vinna til kl. 20:00 í gær og verður örugglega eitthvað frameftir í dag líka. Vona að hann þurfi ekki að vinna á morgun, því við stefndum á að fara í golf!!!
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim