Dallas...enn og aftur
Þær hafa nú verið ófáar ferðirnar til Dallas á þessari önn. Enn og aftur skal haldið til Dallas á laugardaginn, nánar tiltekið til McKinney sem er á Dallas svæðinu (svona eins og Grafarvogur, Breiðholt eða Árbær...). Í þetta sinn erum við að fara í brúðkaup...ekki okkar eigið...heldur eru Jerod og Kate að fara að gifta sig á laugardaginn, síðan fara þau í brúkaupsferð til Dóminíska lýðveldisins. Við gerum ráð fyrir að þetta verði bara skotferð, fram og tilbaka samdægurs...nema ef við verðum of þreytt eða full, þá kannski leggjum við okkur í smá stund í gestaherberginu hjá Trey og Shelley.
Annars er alltaf nóg að gera í skólanum. Þessari önn fer bara alveg að ljúka og ég á eftir að skrifa tvær ritgerðir, eina umsögn um blaðagrein, halda einn fyrirlestur og skila tveimur heimaprófum áður en mínu námi hér við Texas A&M lýkur... Það verður skrýtið að vera hér áfram og þurfa ekki að fara í tíma. Ætli maður athugi ekki hvort einhvern skóla hér vanti ekki örugglega 'útlenskan kennara' svo maður hafi nú eitthvað að gera. Reyndar fór ég í Hobby Lobby í dag og ég held nú að ég gæti fundið mér eitthvað föndur þar til að dunda við, en maður fær víst ekki eins vel borgað fyrir það og að kenna...ótrúlegt en satt!! En holy sh** hvað það er mikið af alls konar föndri og dóti í þessari búð...hef aldrei vitað annað eins...ætla svo að fara með mömmu þangað þegar þau koma að heimsækja okkur...hún á eftir að tapa sér!
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim