þriðjudagur, nóvember 16, 2004

Bookmark and Share

Helgin sem leið...


...var bara hin fínasta. Sértaklega þar sem Texas A&M sigraði Texas Tech í háskólafótboltanum. Aggies WHOOP! Við fórum náttúrulega í brúðkaupið á laugardeginum. Það var rosa fínt. Kate fór gjörsamlega á kostum...hún var svo spennt yfir þessu öllu...ég held að hún sé sú kátasta brúður sem ég hef séð. Þegar þau voru rétt komin út úr kirkjudyrunum eftir athöfnina byrjaði hún að hoppa og skoppa af kæti. Allir skemmtu sér svo konunglega í veislunni á eftir. Ég hef sett inn nokkrar myndir sem við tókum. Við hjálpuðum svo til við að taka saman eftir veisluna og héldum af stað heim um miðnætti. Við komum heim um þrúleytið, mikið þreytt. Á sunnudaginn var svo sofið út. Þar sem það er farið að kólna svolítið úti er orðið skítkalt hér inni. Þannig að við bjuggum okkur til heitt súkkulaði úr alíslensku Síríus suðusúkkulaði...nammnamm. Svo fórum við á knattspyrnuleik og horfðum á Aggiestelpurnar tapa fyrir Illinois...ekki gott. Á eftir þeim leiða leik fórum við yfir í Reed Arena þar sem kvennaliðið í körfunni var að spila einhvern sýningarleik...veit ekki hvað hitt liðið var...eitthvað samansafn af körfuboltakonum héðan og þaðan. Nenntum ekki að sitja allan þann leik og héldum því bara heim á leið. Jiii...svo var ég geðveikt spæld um kvöldið því ég var búin að bíða og bíða eftir að Desperate Housewifes byrjaði á ABC, en það voru bara einhver leiðinda tónlistarverðlaun í gangi sem yfirtóku allt kvöldið og ég fékk aldrei þáttinn minn...verð þá að biða í heila viku!!! algjör skandall, en ekki eins mikill skandall og kennarar virðast vera að gera á fróninu heima. Ég er hrædd um að nú séu kennarar búnir að missa þann litla stuðning sem þeir höfðu í samfélaginu.

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim