föstudagur, janúar 07, 2005

Bookmark and Share

skítakuldi alltaf hreint


hitinn úti er einungis 42 gráður í hinum brenglaða skala Farenheit (skil ekki þessa tregðu Bandaríkjamanna að geta ekki tekið upp hið frábæra metrakerfi!), en það gera um 6 gráður á Celsius. Hins vegar segir mér hitamælirinn að inni séu 16°C, en mikið eru þær nú kaldar, gráðurnar, því fingurnir mínir eru hálf loppnir í þessum skrifuðu orðum...erfitt að stjórna þeim svona köldum, því þeir vilja oft ekki ýta á réttu takkana á lyklaborðinu. Þessi blessaða íbúð hér er svo skemmtilega illa einangruð að þó svo að hitakerfið sé sett í gang þá endist hitinn kannski rétt á meðan það er í gangi, svo verður strax skítkalt aftur...vil ekki borga fúlgur fjár fyrir að senda hitann útfyrir húsið. Hann á ekkert erindi þangað. Gott að vera með dúnsængina sína á svona stundum. Hlakka til á sunnudaginn, mánudaginn, þriðjudaginn og miðvikudaginn, því þá á að hlýna upp í 24-26°C og rakinn að minnka...svo á að kólna aftur á fimmtudaginn, að hámarki 14 gráður og lágmarki 2 gráður.

Fleira er ekki í veðurfréttum að sinni, veriði sæl!
FreezingBoiling HotFreezing

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim