best að hætta þessari leti í smá stund...
...og skrifa svolítið.
Í gær var bolludagur og ég bakaði nokkrar bollur, namm namm. Í dag er sprengidagur og ég fæ ekkert saltkjöt og enga baunasúpu...bara subway með kjúklingabringu, hvað á það eiginlega að þýða? Kannski fæ ég ösku á morgun, hver veit?
Eins og svo margir vita settum við Kalli upp hringana áður en við fluttum hingað til útlanda. Síðastliðinn föstudag voru svo liðin tíu ár síðan við byrjuðum saman...já, 10 ár. Hlynur var bara 6 ára, Dabbi bara 12 ára, Linda tvítugt unglamb, og mamma og pabbi fertug á árinu, búin að vera gift í 20 ár...nú leggjast tíu ár við þetta allt saman...svakalegt, ekki satt. Kalli minn, þessi elska kom mér soldið á óvart á föstudaginn. Hann bauð mér á rómantískan stað, þar sem við fórum í vínsmökkun, út að borða og gistingu. Svo skellti hann sér á skeljarnar, svona til að gera þetta almennilega. Sætur, ekki satt? Ég sagðist þurfa aðeins lengri umhugsunarfrest, svona fimm ár í viðbót.
Svo var Superbowl á sunnudaginn. Enginn skandall þar á ferð. Sir Paul fór bara úr jakkanum í leikhléinu, en hélt hinum fötunum. Mér var svosem nokk sama um hvort liðið ynni, þannig að ég var ekkert ofurspennt yfir þessum leik. Ég fékk ekkert að vinna í gær, en var að kenna ESL krökkunum í dag (ég er svo skemmtileg að þau spurðu hvort ég kæmi aftur á morgun og þegar ég svaraði neitandi sögðu þau, ohhh, en kemurðu aftur seinna...) svo verð ég að kenna Ensku III á morgun fyrir Kate. Ég er aðeins farin að muna nöfnin þeirra, kennski tími til kominn. Hef reyndar ekkert verið að ofreyna mig á því að læra þau strax...tíhí (fliss, en ekki perrahlátur).
Ég kláraði púsluspilið á laugardaginn, eða við gerðum það reyndar í sameiningu...settum síðasta púslið á sinn stað í sameiningu. Við keyptum nýtt púsl í fyrradag, rosa kúl panoramic mynd af New York að kvöldlagi þar sem ljósin speglast í sjónum, með turnunum og alles...það er tæpur metri á breidd og 28,6 cm á hæð. Spennandi, ekki satt...
Best að hætta þessu þvaðri og koma sér í háttinn...megið þið eiga góðan Öskudag!!
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim