föstudagur, janúar 28, 2005

Bookmark and Share

hver dansar á rósum?


mér leiðist og á sama tíma nenni ég ekki að gera neitt...hvað er hægt að gera fyrir svoleiðis fólk? Er búin að fara blogghringinn og kvittaði hvergi fyrir mig, það er ekkert annað skemmtilegt að skoða á internetinu, nenni ekki að horfa á sjónvarpið...er hvort eð er að fá hausverk af öllu þessu skjáglápi. Það lítur út eins og allt sé ómögulegt hérna...en í raun og veru hefur maður það ekki svo slæmt, þó maður sé ekki að dansa á einhverjum rósum, því ekki vil ég skemma fínu bóndadagsrósirnar sem ég gaf Kallanum mínum fyrir viku síðan...þær standa enn. Jæja, er hætt þessu væli.

Mér hefur verið sagt að hann Dabbi litli bróðir minn sé bara orðinn rólegur og ráðsettur ungur maður. Hann mun víst ekki ætla á þorrablótið því hann ætlar að vera heima hjá konunni sinni...en sætur. Svo er örverpið hann Hlynur bara að meika það í tónlistarbransanum. Hann tók sig til um daginn og sigraði í lagakeppni sem haldin var í Versló...ekkert smá flott hjá honum. Að sjálfsögðu var hin týnda halakarta honum til halds og trausts við flutninginn á laginu. Hann sendi mér lagið um daginn og þetta er bara mjög flott lag. Maður bara fréttir fullt þegar maður talar við pabba. Ég spjallaði við hann í símann í hálftíma um daginn og það var bara fullt að frétta. Aðra sögu er að segja þegar ég tala við mömmu eða bræður mína...það er aldrei neitt markvert að frétta, Linda segir mér líka stundum fréttir. Pabbi sagði mér að þau gömlu að fíla sig í ræmur á Klaustri, en afi þarf nú samt að komast heim til sín öðru hvoru. Mér þætti gaman að sjá þau 'í ræktinni' á Klausturhólum...sé það bara ekki alveg fyrir mér. En þau hafa örugglega bara gott af þessu.

Jæja, þá er maður bara farinn að rausa...haldiði að það sé.
Ég er farin að lesa Harry Potter...á bara 300 blaðsíður eftir af nýjustu bókinni...svaka spennó.
Adios!

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim