í fréttum er þetta helst...
Ég fékk símhringingu um hálf sjö í gærmorgun og ég beðin um að leysa af í High School. Ég sat yfir I.S.S., en það stendur fyrir In School Suspension. Þetta er hálfgert fangelsi dulbúið sem skólastofa og er fyrir krakka sem hafa gert eitthvað af sér eða skrópað oft í skólanum. Krakkar eru sendir í þessa stofu þar sem þeir sitja allan daginn og eiga að vera að læra, sumir eru dæmdir í I.S.S. í marga daga í röð og mæta þeir þá ekkert í tíma á meðan. Krakkarnir mega ekki tala, alls ekki sofna, ekki hvíla höfuðið á höndunum eða borðunum, heldur eiga þeir að sitja rétt í sætunum og læra. Ef þeir hafa ekkert að læra þá mega þeir lesa eða teikna, bara ekki sofna. Þessir krakkar fá ekki að fara í frímínútur og er þeim sem þess óska færður hádegismatur inn í stofuna. Ef þeir brjóta einhverja af reglunum fá þeir viðvörun og ef þeir fá 3 viðvaranir á einum degi fara þau til skólastjórans. Ef þeir fá 4 viðvaranir á einum degi er rætt við foreldra og nemandinn sendur heim auk þess að fá auka dag í I.S.S. Ég sat semsagt yfir sjö nemendum í þessari stofu og passaði að þeir myndu ekki sofna og þeir væru að vinna vinnuna sína. Ekki mjög spennandi starf til lengdar, en ég hef allavega eitthvað að gera. Vona bara að ég fái nóg af símhringingum svo maður geti unnið sér inn smá vasapening. Fékk nefnilega ekkert í dag og er búin að vera svooooo löt að það hálfa væri nóg, maður verður svo latur af því að gera ekki neitt, of latur til að finna sér eitthvað að gera....vítahringur.
Af Kallanum mínum er það að frétta að hann er byrjaður í skólanum aftur, svona sæmilega spenntur yfir því. Mér finnst aftur á móti hálf asnalegt að hann skuli þurfa að læra heima en ekki ég. Ég veit varla hvað ég á af mér að gera núna, kem bara heim og þarf ekkert að læra...soldið 'næs' samt.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim