föstudagur, janúar 28, 2005

Bookmark and Share

gleymska?


svo gleymi ég að segja fréttir af okkur...algjör sauður.
Af Kalla mínum er allt fínt að frétta. Ökklinn á honum er orðinn nokkuð góður, bólgan að minnka heilmikið. Það var kannski bara ágætt að ég þurfti ekki að leysa af á mánudag og þriðjudag, því ég gat verið að þeytast í kringum hann, keyrði hann í skólann og sótti hann o.s.frv. En nú getur hann labbað og þá gerir hann hlutina sjálfur...er reyndar pínu búinn að stjana við mig í dag þar sem ég er soldið slöpp.
Ég leysti af í 'High School' í gær og í fyrradag. Ég var að kenna fimm 12. bekkjum og einum 9. bekk. Þetta var reyndar engin kennsla, þannig séð, allir bekkirnir voru að taka próf, þannig að ég eiginlega bara sat yfir þeim. Það er mikill munur á þessum tveimur aldurshópum...9. bekkingar eru klikkaðir. Kannski ég sæki bara um að kenna í framhaldsskóla þegar við flytjum heim (hvenær sem það nú verður). Þegar ég kom heim eftir 'prófdaginn mikla' leið mér ekkert allt of vel...ég var orðin soldið kvefuð og með mikinn hausverk. Lét mig samt hafa það og við fórum út að borða með Jerod og Kate og tókum svo video (eða DVD) eftir matinn. Þegar við komum heim sá ég skilaboð á símsvaranum, það var hún Regina að biðja mig um að leysa af í skólanum daginn eftir. Ég átti semsagt að leysa af ESOL kennarann (en það er akkúrat mitt svið...að kenna útlendingum ensku...English to speakers of other languages). Heilsan var nú ekki upp á sitt besta, en mig dauðlangaði að taka afleysinguna að mér, sem og ég gerði..og sé ekki eftir því. Þarna voru krakkar frá 9. og upp í 12. bekk að læra ensku. Flest voru frá Mexíkó en þarna voru líka krakkar frá Kína, Víetnam, Pakistan ofl. Þau voru náttúrulega mis vel stödd þegar kom að enskukunnáttu, nokkrir af mexíkósku krökkunum töluðu nánast enga ensku og þá hefði nú verið gott að kunna spænsku, en þau sem kunnu ensku hjálpuðu mér með þvi að túlka. Þetta voru fínir krakkar og bara gaman að kenna þeim. Ég var reyndar gjörsamlega úrvinda þegar ég kom heim og skreið bara beint í bælið og lagði mig.
Ég þurfti ekkert að pæla í mat í gær þar sem Kalli fór í Etiquette dinner, en þar voru kynntir borðsiðir fyrir matargestunum og þeim sagt hvernig ætti að haga sér og klæða sig við formlegar aðstæður...með öðrum orðum, þá var í rauninni verið að kenna Ameríkönum að nota hníf og gaffal. Kaninn borðar mikið með guðsgöfflunum eða þá að hann sker matinn niður og borðar svo með gafflinum...ekki oft að þeir borði eins og við erum vön...með gaffalinn í vinstri og hnífinn í hægri, svo snýr maður gafflinum niður og sker einn bita í einu og borðar!

NÚ er ég farin að lesa Harry Potter...kannski ég kíki aðeins á golfið í sjónvarpinu í leiðinni.

Góða helgi!

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim