fimmtudagur, febrúar 10, 2005

Bookmark and Share

mmm...ég elska rjómabollur


ég borða bara þeim mun meira af þeim núna þar sem ég fékk ekki saltkjöt og baunir. Annars hef ég ekkert merkilegt að segja..jú, annars...fékk fyrsta launatékkann í dag...jei jei gaman gaman...en ætli það fari ekki allt saman í blessaðan Visa reikninginn. Mikið rosalega er erfitt að vakna á morgnana...mér finnst ég stundum varla vakna almennilega allan daginn...er enn þreytt þegar ég kem heim úr vinnunni...asskotass aumingjaskapur er þetta. Kannski lagast það þegar maður venst á að vakna svona snemma, er greinilega búin að hafa það allt of gott undanfarið.
Ég hef spurt nemendur í nokkrum af bekkjunum sem ég hef kennt hvað þeir viti um Ísland og algengasta svarið kemur beint úr myndinni The Mighty Ducks (sem er íshokkímynd þar sem eitt af liðunum á að vera frá Íslandi...jeræt): Iceland is green and Greenland is ice...ojæja, þeir hafa það allavega rétt í myndinni, ekki eins og Íslendingar spili mikið íshokkí. Ég hef ekki séð myndina en hef heyrt að íslenska liðið sé hópur af risavöxnum gaurum...en ætli fleiri hafi ekki megið af kunnáttu sinni um önnur lönd úr kvikmyndum...stereótýpur út um allt.

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim