sunnudagur, ágúst 14, 2005

Bookmark and Share

komin aftur...


í "siðmenninguna". Loksins loksins höfum við fengið nettengingu. Af okkur er það að frétt að Kalli er bara ánægður í vinnunni og ég hef tekið hausinn uppúr pappakössunum...allavega þangað til við flytjum næst sem verður vonandi ekki á næstunni. Við erum nánast alveg búin að koma okkur fyrir í íbúðinni okkar, bara nokkur smáatriði eftir, eins og 'hvar eigum við að setja dótið.' Þegar við fórum út fyrir tveimur árum, þá fórum við með fimm ferðatöskur með okkur...ekkert annað. Núna flytjum við heim (nota bene, einungis tveimur árum síðar) með kassa í tugatali...skil ekki hversu mikið dót getur safnast upp á aðeins tveimur árum...alveg magnað!

Ég er komin með vinnu. Fer að kenna ensku í Borgarholtsskóla. Ég fæ að byrja strax að kenna einn ensku 102 áfanga, svo tek ég við af einni sem er að fara í fæðingarorlof í október og þá bætast við tveir 102, tveir 403 og einn 703. Þetta verður örugglega bara fínt. Las í gær og fyrradag bókina sem 102 á að lesa í vetur, en hún heitir "Killing Mr. Griffin" (drápið á herra Griffin). Hún fjallar um nemendur sem drepa enskukennarann sinn....vona að mínir nemendur fái engar hugmyndir. Neinei, þetta er fín bók, soldið spennandi. Það verður fínt að komast í smá rútínu aftur.

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim