viðburðarlítið...alls ekki
Það mætti halda að það sé annað hvort ekkert að frétta hjá mér, eða þá að það sé svo ofboðslega mikið að gera að ég hafi bara engan tíma til að blogga. Hvorugt er er rétt. Það er alveg nóg að gerast hjá okkur frá degi til dags, þó svo það sé ekki allt fréttnæmt og ég hef svosem nægan tíma til að skrifa um það hér...ég bara nenni því svo sjaldan. Er það ekki ansi nálægt hámarki letinnar að nenna ekki að skrifa inn nokkrar línur hér nema á viku fresti? Það er alltaf nóg að gerast í skólanum og það styttist óðum í að ég taki við enskunni hennar Sólu og skili af mér lífsleiknihópnum. Við fórum í leikhús í fyrradag, á eina af forsýningum Vesturports á Woyceck eftir Georg Büchner. Það var mjög gaman. Skrýtið leikrit en gaman að horfa á. Svo var "vissuferð" hjá starfsfólki BHS í gær. Kvikindið ég dró Kalla með mér, en ég held að það hafi ekki verið svo hrikalegt fyrir hann. Við áttum að leggja af stað klukkan fjögur, en töfðumst um klukkutíma vegna mótorhjóla/bílslyssins í Ártúnsbrekkunni. Förinni var heitið á Reykjanesið og vegna tafanna enduðum við á því að skoða Reykjanesvita og þann hluta nessins í myrkri...ansi áhugavert að skoða sig um í myrkri...maður sér ekki rass í bala. Við fengum þennan fína mat á Stapanum eftir "skoðunarferðina" og uppúr klukkan 23:00 var förinni heitið heim. Mér fannst þetta alveg nóg (og Kalla líka) við vorum orðin dauðþreytt eftir erfiðan dag (djís, er maður orðinn svona gamall?).
Læt þetta duga í bili..
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim