föstudagur, september 16, 2005

Bookmark and Share

lífið er tík


...eða allavega stundum...sumt af því...allavega þegar bjánafólk sem fer í Bónus ræður ekki við kerrurnar sínar og lætur þær renna á ísjakann minn og dælda brettið á honum....já, lífið getur verið tík!

Annars var ég á skyndihjálparnámskeiði í skólanum í dag. Ég held að ég hafi farið á slíkt námskeið síðast þegar ég var í MH. Mikið hefur maður gott af því að fara á svona námskeið. Maður ryðgar í þessu eins og öðru sem maður notar ekki (kannski sem betur fer að maður þurfi ekki að nota þetta). En það hefur ýmislegt breyst, sumar aðferðirnar sem maður "kunni svo vel" eru orðnar úreldar. Leiðbeinandinn sagði okkur að einungis í 50% atvika þar sem hringt er eftir neyðaraðstoð hefur sá/sú sem er á staðnum veitt einhverja neyðarhjálp. Þ.e. fólk gerir ekkert til að hlúa að þeim slasaða. Það ætti að skylda fólk til að fara á svona námskeið á fárra ára fresti.

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim