aftur og aftur
Jæja, þá er enn ein réttarhelgin liðin. Rolugreyin drógu rollugreyin í dilka og svo var rekið heim eins og hefðin segir til um. Þetta er alltaf jafn gaman, þó svo að veðrið hefði mátt vera aðeins þurrara. Hann hélst þurr að mestu, en það komu tvær góðar gusur yfir okkur, önnur í réttinni og hin í rekstrinum heim. Allt fór þó vel að lokum og lömbin eru komin heim í tún, feit og fín.
Við Kalli læddumst burt í morgunsólinni í morgun og tókum stefnuna á höfuðborgina. Ég átti nefnilega rástíma á hádegi. Við vorum komin í tæka tíð og rúmum fimm klukkustundum síðar hafði ég spilað 18 holur með þremur kennurum úr FB; einum íþróttakennara og tveimur "timburmönnum". Það gekk svona upp og ofan, maður á sínar góðu og slæmu stundir í golfinu eins og í öllu öðru. Ég komst nú ekki á verðlaunapall, en skorkortið mitt var þó dregið úr bunkanum í happadrættinum og fékk ég tylft af golfkúlum. Svo er ég að tala um að ég detti ekki í lukkupottinn...meira bullið, eins heppin og ég er. Minn lukkupottur er risastór, ég er ofboðslega rík!
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim