á ferðalagi
ég man aldrei hvað ég ætla að skrifa hér inn...samt stend ég mig að því að hugsa í bloggfærslum. Við fórum í ferðalag með lífsleiknihópana í gær og komum heim aftur í dag. Alls 240 nemar...tveir hópar fóru í Vindáshlíð, tveir á Laugarvatn, tveir í Þórsmörk og við fórum á Skóga. Það gekk bara vel og var bara aldeilis gaman. Við stoppuðum við Seljalandsfoss og Seljavallalaug á leiðinni austur, sumir fengu sér smá sprett í gömlu lauginni. Svo á heimleiðinni í morgun stoppuðum við í Sögusetrinu á Hvolsvelli þar sem við fengum þessa líka fínu fræðslu um Njálu. Ég man að mér fannst Njála mjög skemmtileg bók og eftir þessa ferð langar mig eiginlega bara að lesa hana aftur. Kannski maður geri það bara þegar tími gefst.
Ég held að ég sé að verða vitni að nokkurs konar "internet einelti". Hvernig er það, er ekki hægt að gera eitthvað þegar fólk er að skrifa einhvern óþverra inn í gestabækur og skilaboðakerfi? Ég ætlaði að skrifa afmæliskveðju til hennar Dagnýjar í gestabókina hennar og mér til mikils ógeðs þá eru einhverjir óprúttnir krakkagrísir, sem kunna illa að stafsetja, búnir að skrifa ljót skilaboð sem benda til mikils vanþroska í gestabókina og inn á skoðanir. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta kemur fyrir hana Dagnýju og finnst mér þetta mjög leiðinlegt þar sem þetta fólk þekkir hana ekki neitt. Skítlegt eðli.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim