frosinn heili!
ég bara veit ekki alveg hvað skal segja núna, er hálf tóm í hausnum (eins og svo oft áður). Helgarnar eru allt of fljótar að líða, það mætti lengja þær um einn dag. Við Kalli fórum í göngutúr í gær. Við röltum í Spöngina og fórum í Bónus og Hagkaup og svo röltum við heim aftur, eða réttara sagt klofuðum snjóinn heim aftur. Mér finnst alveg hreint yndislegt að hafa svona mikinn snjó, svona eiga veturnir að vera. Það mætti vera svona snjór í 3-4 mánuði á ári og svo má restin vera hlý og góð með smá rigningu öðru hvoru. Það væri alveg kjörið árferði. Hvert getum við fært landið til að mynda þess konar aðstæður?
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim