út að borða og í bíó
við Kalli skelltum okkur út að borða í gær. Því miður fórum við á Madonnu, en ég hef nú borðað betri pizzur en þær sem þar fást. Svo skil ég ekki málið með að rukka 300 kall fyrir eina litla kók í gleri...þvílíkt og annað eins okur og þetta er sko ekki eini íslenski matsölustaðurinn sem gerir þetta. Seinna um kvöldið fórum við með Herði í bíó og sáum hina íslensku stórmynd, Blóðbönd. Þetta var svosem allt í lagi mynd, þannig séð, en mikið rosalega var hún langdregin og viðburðarsnauð. Ekki það að allar myndir þurfi að hafa eitthvað "aksjón" en það er nú í lagi að eitthvað gerist í myndinni, það er varla að nokkrar tilfinningar hafi verið sýndar.
Ég sé fram á að eyða þessum fallega sunnudegi innandyra með stafla af ritgerðum. Get nú varla kvartað þar sem ég sjálf setti þessar ritgerðir fyrir, en stefnan er að klára að fara yfir allt svona bull í vikunni svo maður geti tekið páskafríið í afslöppun í Boston. Kalli minn er aftur á móti farinn í jeppaferð með Unnari-in-law og félögum úr Déjà-vu group. Vonandi er eins fallegt veður uppi á Langjökli eins og hér í borginni.
Nóg að sinni...best að koma sér að verki.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim